28.10.2009 21:15
Jólaverkefni
Sælar allar Pjötlur.
Þá er það jólaverkefnið sem verður saumað í Bolungarvík laugardaginn 7. nóvember. Verkefnið er löber/dúkur með jólastjörnu saumað úr crazy-bjálka. Stærð löbersins er 15" x 47 ½ ".
Tilvalið er að nota afgangsræmur og búta í bjálkana.
Jólastjörnur eru stundum með hvít blóm, með bleik blóm, fyrir utan þessar venjulegu með rauðu blómin.
Í sjálft blómið þarf:
í miðjuna 4 stk. 7" x 7" í sama eða líkum litum
í blómið 1 ½"- 2" breiðar ræmur, minnst 9" og síðan
lengri og lengri, 16 - 20 stk. Líkir litir, dekkri en
miðjan.
Í laufblöð þarf:
allskonar græna liti ca. 1 ½ - 3" breiðar ræmur
13" langar og lengri, 16 - 20 stk.
Í bakgrunn þarf:
Lauslega áætlað þarf 15-20 ræmur fyrir hvert blóm, þ.e. í allt 45 - 60 ræmur. Gjarnan breiðari en ræmurnar í blómum og blöðum, lengd minnst 9". Fallegt er að nota smávegis af sama efni og notað er í bindinguna.
Millifóður 17" x 50" (eða 40 x 125 cm )
Bak 17" x 50" (eða 40 x 125 cm )
Binding ca. 125" (eða 330 cm) lengd (breidd 1 ½ " eða 2 ½ ")
Með Pjötlukveðju
Gréta