Forsíða
Súðavík, mars 2025
Bútasaumsklúbburinn Pjötlurnar auglýsir
Saumabúðir í Reykjanesi 30.apríl - 4. maí 2025.
Saumabúðir á vegum Pjatlanna verða haldnar í Reykjanesi við Djúp
dagana 30. apríl. – 4. maí 2025.
Mæting er frjáls, á miðvikudegi, fimmtudegi, föstudegi eða laugardegi.
Kostnaður er þessi í tveggja manna herbergi; ( Ein í herbergi innan sviga. )
Ef mætt er á föstudegi fyrir kaffi kr. 54.600.- ( 62.600.- )
Ef mætt er á fimmtudegi fyrir kaffi kr. 73.700.- ( 84.200.- )
Ef mætt er á miðvikudegi fyrir kaffi kr. 90.100.- ( 103.100.- )
Verð miðast við uppábúin rúm. Og ef mætt er fyrr þessa daga bætast við aukamáltíðir.
Jóhanna Viborg verður með búðina Bóthildi frá föstudegi til laugardags.
Skráning er á hestur@simnet.is eða í síma 893-4756.
Skráningarfrestur er til og með 23. apríl n.k.
Taka skal fram við bókun, hverjar vilja vera saman í herbergi, ef óskað er
og hvaða dag áætlað er að mæta í Reykjanes.
Saumabúðirnar eru opnar öllum bútasaumskonum.
- Ef einhverjar fyrirspurnir eru eða spurningar vakna getið þið leitað upplýsinga hjá
Oddnýju í síma 893-4756 eða á oddnybergsdottir@gmail.com
eða Þórhildi í síma 899-0757
Dagskráin verður auglýst síðar til þeirra
sem skrá sig í saumabúðirnar.
Hlökkum til að sjá ykkur sem flestar. Stjórnin.
Saumadagur var í Bolungarvík laugardaginn 1.mars sl.
Þar var saumað lítil skemmtilegt óvissuverkefni
takk fyrir það Sigurrós.
Einnig voru unnin 3 samvinnuverkefni, þar var sko tekið til hendinni.
Þann 5. apríl hittumst við svo á Ísafirði á síðasta mánaðarlega
saumafundinum í vetur auk Reykjaness- saumadaga í maí.
![]() |
|
|
||||