Forsíða

Kæru  bútasaumskonur.

Þá fer nú að styttast í fyrsta hitting á þessu hausti.emoticon Nú eiga allar félagskonur að vera búnar að fá haustbréfið frá formanninum okkar og þar með allar upplýsingar um fundi vetrarins og hverjar eru í matarnefnd. emoticon  Einnig er búið að setja bréfið inn á heimasíðuna og finna má það undir liðnum Dagskrá og Kaffinefnd, eins og verið hefur. 

Fyrsti fundur verður, eins og undanfarin ár, í Súðavík. 

Við vonum að þið komið nú allar vel undan þessu góða sumri emoticon  og séuð meira en tilbúnar að byrja starfið af krafti. emoticon Einnig væri gaman ef þið lumið á nýjum konum sem áhuga hafa á að bætast í hópinn, það er alltaf pláss fyrir fleiri áhugasamar konur og ekki þörf á að kunna allt til að byrja með. 

Endilega breiðið út boðskapinn og látið vita hve þetta er skemmtilegur félagsskapur og við erum alltaf að læra eitthvað nýtt og spennandi.

Sjáumst hressar og kátar  emoticon

Stjórnin.

Flettingar í dag: 65
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 153
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 331579
Samtals gestir: 59349
Tölur uppfærðar: 27.8.2016 09:48:55