Forsíða

Sælar saumasystur !!

Þá er nú komið að óvissuverkefninu. 
Nú ættu allar að vera búnar að fá þessar upplýsingar líka í tölvupósti svo þið getið prentað þær út þar. En hér koma svo upplýsingarnar frá henni Sunnu.
Sjáumst svo allar sem ein laugardaginn 4.mars og saumum eins og enginn sé morgundagurinn.

Eruð þið ekki orðnar spenntar?  emoticon

emoticon emoticon emoticon

2017

Efnisþörf:

Aðalefni: Tæplega 80 cm x breidd

Skorið í:   4 lengjur 6½" x breidd og 1 lengja 5" x breidd

Fallegt efni sem sker sig vel frá aðalefni:

                   8 stk. 3½" x 3½" ferningar

Aukaefni sem sker sig vel frá fallega efninu:

                   8 stk. 1½" x 1½" ferningar

Rennilás, ekki styttri en 30 cm, má vera lengri, ekki grófur.

Saumatvinni í lit sem hæfir aðalefninu.

65 x 140 cm t.d. gamalt slitið sængurver, þunnt fóður, gamlir blettóttir dúkar, upplitaðar gardínur, alls ekki fallegt bútaefni, þetta er í fóður og sést ekki.

Tróð, eins og þarf í þrjá púða. Endilega komið með ef þið eigið gamla flata kodda eða vattsængur úr rúmfó sem er alveg ástæða til að taka úr umferð (gott að skella því í þvottavélina fyrst). Vatt afskurðir eru líka góðir. Eitthvað tróð verður á staðnum svo ykkur er alveg óhætt að mæta þó þið eigið ekki mikið af því.

 

Hlökkum til að sjá ykkur

NefndinFlettingar í dag: 34
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 113
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 349695
Samtals gestir: 63033
Tölur uppfærðar: 21.2.2017 14:10:15