Forsíða


Saumahelgin í Reykjanesi er liðin og hér sést hluti af afrakstrinum. Alls komu saman 37 konur, sem dvöldu mislengi.Þær fyrstu mættu á fimmtudeginum.  Á laugardeginum var unnið verkefni sem sjá má hér að ofan. Verkefninu stjórnaði Guðbjörg Skarphéðinsdóttir og tóku flestar konurnar þátt í því og þótti skemmtilegt. Á föstudagskvöldinu var óvissuverkefni, lítil uglu-budda og sjá má myndir af henni í myndaalbúminu. Svo var saumaður fjöldinn allur af öðrum verkefnum. Sundlaugin var heimsótt af og til, til að hressa andann og kroppinn. Eins og venjulega leið helgin allt of fljótt og allar farnar að hlakka til næsta hittings í Reykjanesinu.  En svo hittumst við auðvitað og saumum jólaverkefnið í byrjun nóvember.

Þökkum fyrir skemmtilega og góða helgi. Einnig þökkum við sunnankonum, (og Helgu líka :)  )  fyrir komuna og vonumst til að sjá þær allar í vor, eða næsta haust í Reykjanesinu. 

Flettingar í dag: 228
Gestir í dag: 32
Flettingar í gær: 417
Gestir í gær: 45
Samtals flettingar: 248600
Samtals gestir: 51925
Tölur uppfærðar: 7.10.2015 19:11:31