Forsíða

  Búið að panta Reykjanes í haust. 

Helgina 2. - 4. október.


Þá er nú Reykjanesferðin búin þetta vorið.

Það voru 18 konur sem skemmtu sér konunglega þessa daga, frá fimmtudegi til sunnudags.

Að sjálfsögðu var saumað eins og enginn væri morgundagurinn, einnig farið í sund til að hressa kroppinn og andann. 

Þá nutum við þess í botn að borða góðan mat sem við þurftum ekki að sjá um að elda sjálfar, munur það. 

Svo var hlegið og sagðar skemmtisögur af ýmsum toga á kvöldvökunni okkar á laugardagskvöldinu.

Fjórar konur duttu í lukkupottinn í fattarahappdrættinu.

Þá er bara að fara að hlakka til haustsins þegar við byrjum aftur í september og svo verður farið í Reykjanes í október.

Þökkum kærlega fyrir mjög skemmtilega helgi.

Einnig viljum við þakka ykkur kærlega fyrir veturinn og vonumst til að hitta ykkur allar hressar í haust og tilbúnar í slaginn að nýju.

Og svo eru auðvitað nýjar konur alltaf velkomnar í klúbbinn. Endilega látið það berast. 

 

                                                      

                                     

Flettingar í dag: 12
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 82
Gestir í gær: 15
Samtals flettingar: 237544
Samtals gestir: 50566
Tölur uppfærðar: 1.8.2015 03:28:05