ForsíðaÞá erum við komnar heim eftir skemmtilega saumahelgi í Reykjanesi. 22 konur mættu og saumuðu og saumuðu frá fimmtudegi til sunnudags. 

Sumar voru að klára vetrarverkefnið sem var mjög skemmtilegt.

Óvissuverkefni var unnið á föstudagskvöldinu og á laugardeginum var saumuð Birminghamtaska. 

Einnig var aðeins skroppið í heita pottinn, til að mýkja vöðvana og safna meiri kröftum til saumaskapsins. 

Að þessu sinni var engin efnabúð á staðnum þar sem veðurguðirnir voru ekki hliðhollir búðarkonunni okkar. En það var samt enginn bilbugur á saumaskapnum og afraksturinnn sést á nýjum myndum í albúminu okkar.

Næsti hittingur okkar Pjötlu-kvenna er svo áætlaður í Birmingham í ágúst. Þar verður að líkindum ekki minna stuð. 

Þökkum fyrir samveruna í Reykjanesi, kæru saumasystur og nú teljum við niður þar til í ágúst. 

Flettingar í dag: 38
Gestir í dag: 21
Flettingar í gær: 81
Gestir í gær: 23
Samtals flettingar: 423004
Samtals gestir: 74631
Tölur uppfærðar: 18.8.2018 18:42:43