Forsíða


Jólafundurinn var haldinn í Bolungarvík þann 3.desember.

Ekki var nú mjög fjölmennt en að venju afar góðmennt.

Jólagrauturinn var á sínum stað og hreppti hún Sigrún 

Sigurgeirs möndluna og fékk að launum 

skemmtilega bók með ýmsum bútasaums-uppskriftum.


Þá er búið að afhenda dúkana á hjúkrunarheimilin Eyri á 

Ísafirði og Berg í Bolungarvik. 

Var okkur ákaflega vel tekið 

með innilegu þakklæti og hér með skilum við þökkum frá 

þeim til allra þeirra kvenna sem að verkefninu komu.

Einhverjar myndir munu vonandi koma inn á síðuna 

okkar frá afhendingunni.


Þá er bara að þakka ykkur öllum kærlega fyrir skemmtilega 

samveru á líðandi ári og bíðum spenntar eftir nýju ári

sem vonandi verður jafn gott og konur frjósamar í 

hugmyndum sem aldrei fyrr.

Óskum ykkur öllum gleðilegra jóla 

í faðmi fjölskyldna ykkar 

og ættingja.

Hlökkum til að sjá ykkur allar glaðar og kátar í janúar. 


Flettingar í dag: 103
Gestir í dag: 24
Flettingar í gær: 84
Gestir í gær: 26
Samtals flettingar: 342280
Samtals gestir: 61400
Tölur uppfærðar: 8.12.2016 18:12:08