Forsíða

Konur sem ætla í Reykjanes-saumabúðir athugið:

Það eru ef til vill einhverjar konur sem vantar far. Því viljum við benda ykkur á að nota Fésbók-síðuna okkar "Bútasaumsklúbburinn Pjötlurnar" 

til að auglýsa þar eftir fari, einnig væri gott ef þær sem hafa laust pláss og geta boðið far, láti einnig vita af sér þar. Sumar vilja fara á fimmtudegi en aðrar á föstudegi. Endilega notið síðuna og sameinist í bíla, það er líka miklu skemmtilegra að vera saman að ferðast.

SJÁUMST SVO HRESSAR OG KÁTAR. emoticon

Það má svo líka benda á að fésbókarsíðan er góð til allra samskipta. Látið berast að við erum líka þar. emoticonBútasaumsklúbburinnPjötlurnar

AUGLÝSIR

Saumabúðir í Reykjanesi 6. til 8. maí 2016.

 

Saumabúðir á vegum Pjatlanna verður haldin í Reykjanesi  6. til 8. maí 2016.

Mæting er upp úr hádegi á föstudeginum.  Kostnaður er 36.000 krónur á mann miðað við 2 í herbergi.

Verð miðast við uppábúið rúm og fæði  frá og með miðdegiskaffi á föstudeginum til og með miðdegiskaffi á sunnudeginum.

Þær sem vilja vera einar í herbergi þurfa að greiða 7.000 kr. meira.

Athugið:          Helgin er opin bútasaumskonum af öllu landinu.

Þær sem vilja mæta á fimmtudeginum 5. maí, greiða 43.500.-krónur. Auka kostnaðurinn er þá fólginn í kvöldverði á fimmtudagskvöldi ,morgunverði og hádegisverði á föstudegi .

Jóhanna Viborg kemur á  laugardaginn með búðina.

Skráning er  á hafraholt@simnet.is   

eða í síma 863-3812.

Síðasti dagur til að skrá sig er 28. apríl 2016

Ø  Ef einhverjar fyrirspurnir eru eða spurningar vakna getið þið leitað upplýsinga hjá 

Guðbjörgu  í síma 456-4647 gsm 863 3812 eða á hafraholt@simnet.is  

eða  hjá Jóhönnu Aðalsteins  í síma 456-4157  gsm 862-0457 eða johannaadalsteins@gmail.com

Dagskráin verður auglýst síðar til þeirra                              

     sem eru búnar að skrá sig 

 

Vorvissa 2016

sem verður gerð í Reykjanesi.

Það er gott að vera búin að gera tvær blokkir þegar þú mætir í Reykjanesið ef þú vilt vera með í vorvissunni.

Þær þurfa að vera 7 1/2" x 4 1/2 " að stærð.


Hugmyndir:

°° Gerið u.þ.b. 114 stk. 1/2" sexhyrninga og saumið tvær blokkir út úr þeim.

°°Gerið blokkir úr 1" bjálka, eins og við gerðum flottu töskurnar úr.

°°Gerið tvær blokkir úr 1 1/2" ferningum og skáskerið.
Flettingar í dag: 44
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 113
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 308614
Samtals gestir: 57237
Tölur uppfærðar: 2.5.2016 10:38:42