Forsíða


emoticonemoticon emoticon

Jæja, saumavinkonur, 
takk fyrir samveruna í Súðavík, fyrsta saumadag þessarar 
saumavertíðar. Það var nú aldeilis gaman að hittast aftur 
og það var svo góð mæting.
Örfáar myndir komnar inn frá þessum saumadegi.
Sjáumst svo auðvitað í Reykjanesi í október og verið nú duglegar
að auglýsa saumahelgina okkar og taka með ykkur nýjar konur.

Munið auglýsinguna hér að neðan
ásamt öðrum upplýsingum.

Bútasaumsklúbburinn Pjötlurnar auglýsir

Saumabúðir í Reykjanesi

4. - 6. október 2019.

emoticon emoticon

Mæting er upp úr hádegi á föstudeginum. Kostnaður er 38.000 krónur á mann miðað við 2 í herbergi og fæði frá miðdegiskaffi á á föstudag til miðdegiskaffis á  sunnudag.

Greiða þarf 7000.-  krónur aukalega fyrir að vera 

einn í herbergi.


Athugið: Helgin er opin bútasaumskonum á öllu landinu.

Þær sem vilja mæta á fimmtudeginum 3. október 

greiða 46.000 krónur.

Jóhanna Viborg kemur á laugardaginn með búðina.

Skráning er á hafraholt@simnet.is

eða í síma 863-3812.

Síðasti dagur til að skrá sig er  27. september 2019

Dagskráin verður auglýst síðar til þeirra sem skrá sig.

Stjórnin

 Haustbréfið er hér á síðunni okkar og 

finna má það undir liðunum 

Vinnufundir og Matarnefndir 

hér efst í síðunni.


Þá  viljum við minna ykkur á að greiða félagsgjaldið.

Eins og verið hefur verður EKKI 

sendur út greiðsluseðill

en borga þarf félagsgjaldið (kr. 4000 )

inná reikning klúbbsins.

( sjá haustbréf)

Sjáumst svo allar hressar og kátar, eins og ævinlega

og verið nú duglegar að sauma í vetur emoticon

Flettingar í dag: 67
Gestir í dag: 29
Flettingar í gær: 66
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 478548
Samtals gestir: 85693
Tölur uppfærðar: 17.9.2019 22:39:22