Forsíða


Þá erum við komnar heim eftir mjög skemmtilega saumahelgi í Reykjanesi. 
Að venju var þar glatt á hjalla og mikið saumað, hlegið og spjallað.  Að ógleymdri sundlauginni sem var á sínum stað og óspart notuð.   

Góður andi var í saumasalnum og mörg verkefni sáu dagsins ljós. Saumað var óvissuverkefni og vissuverkefni og tóku flestar þátt í þeim og þóttu skemmtileg og nytsamleg.
 Þökkum við Guðbjörgu Skarphéðinsdóttur kærlega fyrir þessi verkefni. 
Myndir frá helginni eru komnar inn í mynda albúmið.
Hittumst hressar og kátar á nóvember saumafundinum þann 3.nóv nk. í Bolungarvík.
Flettingar í dag: 2
Gestir í dag: 2
Flettingar í gær: 90
Gestir í gær: 31
Samtals flettingar: 434576
Samtals gestir: 76333
Tölur uppfærðar: 18.10.2018 00:17:28