Forsíða

Þá er þessum saumavetri lokið með för 32 kvenna í saumabúðir í Reykjanes. 

Konur frá Patreksfirði, Sauðárkróki,Selfossi og Akureyri mættu einnig sem var mjög gaman og þökkum við þeim kærlega fyrir samveruna og bjóðum þær auðvitað velkomar aftur. 

Þar var saumað og saumað og saumað meira. Hvert verkefnið tók við af öðru. 

Konur skiptust á hugmyndum og hjálpuðu hver annari af gleði og hjálpfýsi. 

Borðuðum mikið af góðum mat og skemmtum okkur endalaust vel.

Jóhanna Viborg mætti með búðina og þar var hægt að bæta við nýjum efnum sem konur létu nú ekki bjóða sér tvisvar.

Nýjar myndir eru nú í albúminu frá þessum frábæru dögum í Reykjanesinu og hér er svo mynd af sameiginlega vissuverkefninu sem unnið var þar.


Við þökkum ykkur kærlega fyrir veturinn, kæru saumasystur og hlökkum til að hitta ykkur allar í haust.

Flettingar í dag: 59
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 52
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 325643
Samtals gestir: 58929
Tölur uppfærðar: 28.7.2016 08:28:20