Forsíða


Helgina 30.september til 1. október

var saumahelgin okkar í Reykjanesi við

Ísafjarðardjúp. 

Þangað komu 27 konur, flestar mættu á fimmtudegi

en nokkrar á föstudegi.


Á föstudeginum kom svo Jóhanna Viborg 

og seldi okkur efni úr  búðinni sinni 

henni Bóthildi.


Kennd voru tvö verkefni. 

Einnig var eitt óvissuverkefni og var það hún

Sunna sem leiðbeindi með það.


Á laugardagskvöldinu var svo okkar 

ómissandi kvöldvaka með ýmsum 

skemmtilegheitum.


Saumað var fram að kaffi á sunnudegi og 

síðan pakkað niður og konur héldu

heimleiðis kátar eftir góða saumahelgi.


Flettingar í dag: 68
Gestir í dag: 26
Flettingar í gær: 152
Gestir í gær: 31
Samtals flettingar: 685038
Samtals gestir: 111019
Tölur uppfærðar: 25.10.2021 21:07:20