Forsíða
Saumadagur var á Ísafirði laugardaginn 8.febrúar sl.
Þar sem veðurspá var afleit, var fundi frestað um eina viku og vonandi hefur það ekki komið að sök.
Aðalfundurinn okkar var í upphafi saumafundar og
sátu hann 16 félagar.
Unnin voru hefðbundin aðalfundarstörf og ýmis
mál rædd undir liðnum Önnur mál.
Þann 1.mars hittumst við svo í Bolungarvík
og saumum saman óvissuverkefni
og tökum að sjálfsögðu önnur verkefni með okkur
til að sauma að loknu óvissuverkefninu
eða bara inn á milli.
![]() |
|
|
||||