Forsíða
Saumadagur var laugardaginn 2.nóvember og var þar glatt á hjalla.
Nú taka við hefðbundnir saumadagar sem eru eins og verið hefur
alltaf fyrsta laugardag hvers mánaðar.
Þar hittumst við og saumum, sýnum verk okkar og miðlum áfram
uppskriftum og góðum ráðum.
Einnig fer þar fram kennsla eftir þörfum,
nýjar konur eru alltaf velkomnar
til okkar, bæði í klúbbinn og eins til að líta inn og
sjá hvað við eru að gera.
Svo eru verkefni unnin sem lögð eru fram af klúbbsystrum
s.s. jólaverkefni og óvissuverkefni,
sem alltaf eru mjög vinsæl.
Alltaf má fara inn í mynda-albúmið okkar og sjá
verkin okkar.
Nýjar myndir eru nú komnar inn í mynda-albúmið
frá síðasta saumadegi okkar.
Sjáumst hressar og kátar í vetur stelpur
verið duglegar að mæta það er svo gaman.
|
|
||||