22.08.2011 18:47

Fréttir

                     15. ágúst 2011

Kæru bútasaumskonur.                                                                                             

Fyrsti fundur vetrarins verður í Grunnskólanum í Súðavík 3. september 2011.

 

Starfið mun verða með svipuðum hætti og undanfarin ár, með smá breytingum þar sem við erum með nýtt húsnæði á Ísafirði, Kiwanishúsið Sigurðarbúð, einnig byrjum við starfið mánuði fyrr. Á vinnufundum á matarnefndin að sjá um að opna húsið og kaffinefndin að ganga frá og loka húsinu. Hver kona á að ganga frá við sitt borð. Í upphafi fundarins laugardaginn 3. september er ætlunin að fara lauslega yfir starfið sem framundan er í vetur. Eins og þið vitið þá stendur yfir skráning í saumabúðir í Reykjanesi 30. september - 2. október 2011 og vonumst við til að sem flestar láti sjá sig þar í brjáluðu saumaskapi. J.

Félagsgjaldið er kr. 3000 og verða sendir út greiðsluseðlar vegna félagsgjaldanna.  Þeir munu falla úr gildi þann 17. október 2011 og þarf því að vera búið að greiða fyrir þann tíma. Hafi það ekki verið gert verður litið svo á að viðkomandi hafi sagt sig úr klúbbnum. Aðalfundur félagsins verður laugardaginn 7. janúar 2012.

Vinnufundir í vetur verða frá kl. 10:00 til 17:00

 


23.11.2010 12:55

Jólasýning

Bútasaumsklúbburinn Pjötlunar

Bútasaumssýning með jólaþema í

Safnahúsinu á Ísafirði.

Kæru bútasaumskonur.

Nú leitum við stjórnin til ykkar og biðjum ykkur um jólastykki sem við

ætlum að setja á sýninguna. Við höfum fengið Safnahúsið á Ísafirði

frá föstudeginum 26. nóv til föstudagsins 3. desember 2010. 

Það er von okkar að sem flestar láni teppi, dúka,

jólapoka og fleiri stykki/muni, til þess að sýningin verði

sem glæsilegust. 

Við biðjum ykkur að skila stykkjunum/mununum ykkar til einhverrar okkar

VEL MERKTUM á miðvikudag 24/11 og fimmtudag 25/11.  

Skila til okkar:

Þórhildur Björns. Höfðastíg 12.  Bolungarvík

Sóley Sævars. Traðarlandi 5.  Bolungarvík

Jóna Kristín.   Seljarlandi 7. Ísafirði

 

Við munum skila sýningarstykkjunum/mununum aftur til ykkar sem verða á saumafundinum 4. des. eða koma þeim heim til ykkar.

Kærar kveðjur

Stjórnin

 

05.07.2010 17:16

hér

Saumabúðir
Haust 2010

Skráning hafin í saumabúðirnar  !!!

Reykjanes við Ísafjarðadjúp
24. - 26. September

Við bjóðum ykkur tvö saumahelgarverkefni sem þið getið tekið þátt í ef þið
viljið en það er ekki skylda.
Hver og ein getur líka unnið að því sem hún vill.
Óvissuverkefni á föstudagskvöldinu.
Verð á helginni miðast við gistingu í tvær nætur og fæði, ásamt aðstoð við
saumaskapinn.
Bót.is verður með verslun á staðnum fyrir ykkur sem vilja.
Skráning á anna@bot.is

-


10.06.2010 14:46

Fréttir

Sælar allar Pjötlur.
Á leið til okkar er spennandi heimsókn og vona ég að þið gefið ykkur tíma til að lesa bréfið hér fyrir neðan.  Við ætlum að hitta Önnu Margréti á Hótel Ísafirði n.k. mánudag  14.  júní kl. 18:00 yfir súpu. Kostnaðurinn  er kr. 1000- fyrir súpu, brauð og kaffi.  Gott ef þið gætuð póstað á mig til baka hvort þið komið á fundinn til að geta gefið upp fjöldann í súpuna.

Kveðja Helga

Sælar ágætu bútasaumskonur á Vestfjörðum

Ég er formaður afmælisnefndar Íslenska bútasaumsfélagsins sem fagnar tíu ára afmæli sínu á árinu með kynningarstarfi á bútasaumi og félaginu, veglegri afmælishátíð í Perlunni 10.-19. september og Hátíðarkvöldi með góðum mat og skemmtiatriðum í hinum klassíska og glæsilega Súlnasal Hótels Sögu þann 18. september - næst síðasta dag afmælishátíðarinnar.

 

Það væri mér sönn ánægja að fá tækifæri til að hitta Pjötlurnar og Spólurnar líka sama kvöld ef það er þeim fært - og mánudagskvöldið næsta á Hótel Ísafirði í súpu og kaffisopa líst mér stórvel á.

 

Það sem ég hef að bjóða - en ég ætla mér ekki það afrek að kenna bútasaum á fundinum! svo það sé nú alveg á hreinu:o)

  • Trunk Show - Kynning upp úr kofortinu - Stór plastskassi úr RL Magasin geymir söguteppi sem ég segi ykkur frá og fleira áhugavert dót leynist þar líka
  • Í farteskinu eru nokkrar áhugaverðar bækur og ég ræði þær og bóka- og tímaritakaup í bútasaumi - velkomið að skoða þær!
  • Ég er með mína eigin verkfæra- og nauðsynjatösku og kynni hana og dótið í henni líka - hún hefur slegið í gegn!
  • Dagskrá afmælisárs Íslenska bútasaumsfélagins hefur verið og verður í haust áhugaverð og mér er sérstök ánægja að segja ykkur allt um það
  • Saumuð sýnishorn af nýja sniðinu í Fréttabréfi Íb sem ætti að vera að berast félagsfólki núna í vikunni.
  • Kynningar- og tilboðspakki frá Íslenska bútasaumsfélaginu og styrktaraðilum okkar á afmælisárínu - Gjöf frá Íslenska bútasaumsfélaginu fyrir skráningu á FB
  • Meðferðis eru nokkar af söluvörum félagsins sem kosta
  1. Ný postulínsfingurbjörg merkt félaginu - 1000.- ákaflega vel heppnuð, björt og falleg sem við létum framleiða á Englandi - English Bone China
  2. Nýtt málmband í vinkonu- og leynivinagjafir á saumafundum - bæði cm og tommur - 500,- og flott í vasann í búðum
  3. Lukkumiðar á Afmælisteppi Íslenska bútasaumsfélagins - Emeraldar - en það er saumað af Margréti Árnadóttur í Virku og stungið af Sæunni Thorarensen hjá vélstungufyrirtækinu Við-bót, en þær stöllur gáfu alla vinnu við verkið og félagskonur Íb gáfu efnin í blokkirnar en grunnur og bak var keypt af félaginu í Virku
  4. Póstkort frá Íslandsteppasýningu félagsins 2003 - 500,- - Þau eru aðeins til í takmörkuðu upplægi og eru afar falleg og vinsæl
  5. Happdrætti þar sem vinningar hafa fræðslugildi og eru "grænir" og einnig fallegur glaðningur frá félaginu

 

Vinsamlega hafið með peninga ef þið viljið versla við mig því ég er ekki með posa EN einnig verður hægt að millifæra á félagið ef það hentar betur

Þið fáið þá vörurnar hjá mér og millifærið þá eftir á

Semsagt - svona sitt lítið af hverju 

Ég er þegar búin að halda fjölda kynninga á bútasaumi og félaginu á handverks- og prjónakaffifundum víðsvegar um stór-Reykavíkursvæðið í vetur og vor en einnig hefur félagið sjálft staðið fyrir fundum á Akureyri, Selfossi, Egilsstöðum og í Grindavík með frábærum stuðningi heimamanna en einnig var ég gestur á slútti hjá Sprettum á Fáskrúðsfirði í maí. 

Þið ráðið - ég mæti!

Bestu kveðjur - Anna Margrét Árnadóttir

formaður afmælisnefndar Íb 2010

861 4144

16.04.2010 12:00

Hetjuteppi

Kæra Bútasaumskona!
Búið er að setja uppskriftinna af blokkunum sem við notum í hetjuteppin undir liðnum Hetjuteppi hér á síðuni.

Kv Sveina

05.04.2010 12:34

Suðreyri

Kæra Bútasaumskona!

Þá er komið að aprílfundinum, sem verður  í Bjarnaborg, Suðureyri 10. Apríl nk.

Verkefnið sem við ætlum að vera með er lítill ferningur með hjarta undir heitt J

Í verkefnið þarf:

Í hjartað:  9 stk 2"x 2" ferninga og 2stk  5"x5" ferninga í bogan 

Grunnefni:                              

1 ferning 6 ½"x 6 ½"

1 ferning 7 ½"x 7 ½"

Binding: 2 ¼" eða  2 ½" ca 40"

Bak  10"x10" ferning

 Á milli gamalt handklæði og

afganga af vatti.

Hlökkum til að sjá ykkur.

Bestu kveðjur

Ágústa og Sigrún

Suðureyri

17.01.2010 14:43

Óvissuverkefni 2010

Sælar stelpur !

 

Þá er komið að því.  Við verðum í Guðmundarbúð 6. febrúar nk.  Mest spennandi fundur vetrarins framundan. Óvissuverkefnið.  Nú vitum við það sem þið vitið ekki !!! J 

 

Efnisþörfin í verkefnið er:

Fallegt efni                                                        55 cm.
Lítið efni sem tónar vel við fallega efnið             15 cm.
Ljótt efni                                                          60 cm
Bómullar- eða dúkavatt                                     46 cm x 75 cm
Ljóst grunnefni (ekki of ljóst)                            10 cm 

 

Þið eigið allar box með ýmisskonar smá ræmum og bútum. Þið eigið að taka það með ykkur því það eru aðalefnin.

 

Fallegan tvinna til að stinga með (vélstunga).

 

Takið líka með ykkur töluboxið.

 

Svo þarf náttúrulega mottu, stiku, hníf, saumavél og tilheyrandi. Muniðeftir að taka með fjöltengi.  Og að sjálfsögðu verður góða skapið að vera með.

 

Takið líka aukaverkefni með til að vinna milli verkhluta í óvissuverkefninu.

 

Að vanda er ekki skylda að gera óvissuverkefnið.

 

Hittumst hressar og sem flestar í Guðmundarbúð á Ísafirði 6. febrúar nk.

                            Bestu kveðjur 

                                               Jóhanna og Guðbjörg

28.10.2009 21:15

Jólaverkefni

Sælar allar Pjötlur.

Þá er það jólaverkefnið sem verður saumað í Bolungarvík laugardaginn 7. nóvember. Verkefnið er löber/dúkur með jólastjörnu saumað úr crazy-bjálka. Stærð löbersins er 15" x 47 ½ ".

Tilvalið er að nota afgangsræmur og búta í bjálkana.
Jólastjörnur eru stundum með hvít blóm, með bleik blóm, fyrir utan þessar venjulegu með rauðu blómin.

Í sjálft blómið þarf:

           í miðjuna                4 stk. 7" x 7"  í sama eða líkum litum
í blómið                  1 ½"- 2" breiðar ræmur, minnst 9" og síðan
                                    lengri og lengri, 16 - 20 stk. Líkir litir, dekkri en
                                                                                                               miðjan.

Í laufblöð þarf:

           allskonar græna liti    ca. 1 ½ - 3" breiðar ræmur                           
13" langar og lengri, 16 - 20  stk.

Í bakgrunn þarf:  

Lauslega áætlað þarf 15-20 ræmur fyrir hvert blóm, þ.e. í allt  45 - 60 ræmur.  Gjarnan breiðari en ræmurnar í  blómum og blöðum,  lengd minnst 9".  Fallegt er að nota smávegis af sama efni og notað er í bindinguna.

Millifóður              17" x 50" (eða 40 x 125 cm )
Bak                        17" x 50" (eða 40 x 125 cm )      
Binding                 ca. 125"  (eða 330 cm) lengd (breidd 1 ½ " eða 2 ½  ") 

                                                                           Með Pjötlukveðju
                                                                                     Gréta

05.09.2009 19:14

Hauststarf

Kæru bútasaumskonur !                                                                                               

Á þessu hausti byrjum við starfið með saumabúðum 25. - 27. september 2009  í Reykjanesi, sjá auglýsingu á forsíðu.

Siðan ætlum við áfram að hittast fyrsta laugardag í mánuði til skiptis í Slysavarnarhúsinu í Bolungarvík og í Guðmundarbúð á Ísafirði. 

Fyrsti fundur vetrarins verður í Guðmundarbúð laugardaginn 3. október 2009.

Starfið mun verða með sama hætti og undanfarin ár.  Í upphafi fundarins laugardaginn 3. október er ætlunin að fara lauslega yfir starfið sem framundan er í vetur.

Félagsgjaldið er kr. 3000 og verða sendir út greiðsluseðlar vegna félagsgjaldanna.  Þeir munu falla úr gildi þann 15. október 2009 og þarf því að vera búið að greiða fyrir þann tíma. Hafi það ekki verið gert verður litið svo á að viðkomandi hafi sagt sig úr klúbbnum.

 Dagskrá vetrarins er kominn inn og einnig kaffinefndin.


01.07.2009 17:21

Saumabúðir í Reykjanesi

Sæl allra pjötlur fær og nær. Hér kemur póstur sem þið hafið eflaust lengi beðið eftir.

Saumabúðir verða í Reykjanesi við  Ísafjarðardjúp dagana 25. - 27. september næstkomandi. Ferðaþjónustan í Reykjanesi býður gistingu og fæði alla helgina og kostar það kr. 15.000- í svefnpokaplássi en kr. 18.000- í uppábúnu rúmi. Innifalið er, auk gistingar, fæði frá kvöldmat á föstudegi til eftirmiðdags á sunnudegi auk  aðgangs að sundlauginni. Anna Guðný í bot.is mun koma og vera með verkefni og kostar það kr. 7000- auk efnis.

 

bot.is kemur einnig með úrval efna og áhalda úr verslun sinni líkt og síðasta haust.

Hvetjum byrjendur jafnt sem lengra koma til að kynna sér málið og/eða skrá sig fyrir 1. september.

 

Skráning  er hjá Helgu s. 4567525 / 6950211 eða  hej@hive.is og

Þórhildi 4567477 / 8990757 eða boda@simnet.is

 

27.04.2009 20:38

Quiltbúðin

Bútasaumur - Handavinna - Garn


Verðum  að Aðalstræti 24 (áður skóbúð)

Laugardaginn 2 maí frá 10-17

Sunnudaginn 3 maí frá  11-15


Quiltbúðin

Sími 461-2241/892-6711

www.quiltbudin.is

 
Endilega hafið samband við mig ef það er eitthvað sérstakt sem þið viljið að ég komi með :-)
Hlakka til að sjá ykkur sem flestar.
Bestu kveðjur,

Kristrún

07.04.2009 15:54

Núpur

Ágætu bútasaumskonur!

Ágætu bútasaumskonur!Núpur 2009

Mæting á Núpi  er upp úr hádegi  á föstudeginum
8. maí  og farið heim aftur seinnipart laugardags. Gert er ráð fyrir því að þið sjáið ykkur sjálfar fyrir fari. Saumað, borðað og gist verður í Héraðsskólahúsinu.  Kostnaður félagskvenna við ferðina er kr. 10.000.- innifalið er gisting, kvöldverður á föstudegi, morgunmatur, hádegis-og miðdegishressing á laugardegi. Það þarf að koma með allt til að sofa með (sæng,kodda,rúmföt) handklæði og annað það sem tilheyrir skemmtiferðum.

Þátttökugjald greiðist við komuna og það þarf að staðgreiða (engin kort)
Ágústa Gísladóttir mun sjá um að innheimta gjaldið á föstudag.
Einnig er hægt að greiða inn á banka 1114-05-401302 kt: 040347-4539, greiðslan verður þá að vera komin inn á bankann á miðvikudeginum 06.05.08.

Á föstudeginum verður sett saman  hetjuteppi, sem búið er að sauma blokkir í. Ætlunin er að setja saman í krakkateppi og því er óskað eftir að bjálkinn verði lítríkur þ.e. litaði hlutinn en hinn ljós grunnur. Hægt er að skila blokkum á Núpi. Mjög mikilvægt er að blokkirnar séu í þeirri stærð sem gefin er upp í uppskriftinni. Jóhanna og Sunna munu hafa umsjón með samsetningunni.

Í ár verður pjötlupottur, þær sem vilja taka þátt koma með 6" efnispjötlur, sem settar verða í pott, síðan verður dregið um pottinn og sú sem hreppir pjötlurnar ræður hvað hún gerir við þær, engar kvaðir.

Endilega komið með verkin ykkar til að sýna okkur hinum og ekki má gleyma léttu skemmtiefni fyrir föstudagskvöldið, öllum frjálst að troða upp. Svo er bara að taka með sér nóg af verkefnum.

·        Skráning til 1. maí hjá: 

Ágústu  S. 893-0860 agusta@icelandicsaga.is, 

Guðrún Hreinsdóttir gunna@frosti.is,

Kristínu Hreinsd. 866-9869, Helgu hej@hive.is

                                      Bestu kveðjur

                                          Stjórnin.

23.03.2009 13:46

Suðureyri

Fundurinn á Suðureyri verður í Bjarnaborg 28. Mars 2009 frá kl.10.oo til 17.oo.

Sjá upplýsingar um verkefni hér

19.03.2009 22:38

Hetjuteppi

Sælar pjötlur

Stefnum að því að setja saman hetjuteppi í saumabúðunum að Núpi í maí. Óskum því eftir blokkum í líflegum litum (krakkalegum ekki samt smábarna) þ.e. eftir kerfinu sem við höfum haft á hetjuteppunum. Þær ykkar sem ekki eiga uppskriftir að blokkunum geta nálgast þær á Suðureyri á næstu saumahelgi.

Kveðja Stjórnin.

Flettingar í dag: 101
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 257
Gestir í gær: 37
Samtals flettingar: 215511
Samtals gestir: 28259
Tölur uppfærðar: 27.7.2024 10:02:17