Uppskriftir

Súpur: Heitfeng matarsúpa Hornstrandatómatsúpa Uppskrift1

Kjúklingar: Tandorri1  Kjúklíngaréttur

Brauð og kökur: Ofnvefja með fyllingu

Naan-brauð frá Oddnýju.

 

Um 10 brauð

 

2 ½ tsk þurrger

2 msk sykur

200 ml mjólk,  ylvolg

600 g hveiti

1 tsk salt

2 tsk lyftiduft

4 msk ólífuolía

200 ml hrein jógúrt eða súrmjólk

1msk Maldon salt

1 msk indverskt kryddblanda ( t.d. Garam Masala eða eitthvaðannað gott krydd)

25 g smjör

2 hvítlauksrif, pressuð

Knippi af fersku kóríanderlaufi

 

Setjið ger og sykur saman í skál og hellið volgri mjólkyfir. Látið standa í 15 mín.

Blandið síðan hveiti,salti, lyftidufti, olíu og jógúrt samanvið germjólkina. Hnoðið deigið þar til það er slétt og mjúkt, bætið við hveitief það er of lint.  Hitið ofninn í275°C  og stillið á grill.

Blandið saman kryddi og Maldon salti og setjið á disk.Skiptið deiginu í 10 hluta og hnoðið úr þvi kúlur. Fletjið síðan hverja kúlu útnokkuð þunnt og þrýstið annari hliðinni létt ofan í kryddblönduna. Raðið áofnplötu. Bakið í 5-7 mín.

Bræðið smjör í potti, setjið pressaðan hvítlauk útí ogdreipið yfir heit brauðin. Klippið ferskt kóríander yfir.

 



Flettingar í dag: 134
Gestir í dag: 22
Flettingar í gær: 257
Gestir í gær: 37
Samtals flettingar: 215544
Samtals gestir: 28270
Tölur uppfærðar: 27.7.2024 14:43:42