10.03.2009 18:35

Núpur 2009

Nú er komið að því að við fjölmennum á Núp. Að þessu sinni verðum við helgina 8. -9. maí. Kostnaður er kr: 11.000,- en klúbburinn mun greið niður fyrir félagskonur. Innifalið er saumaaðstaða, gisting, kvöldverður á föstudag, morgunverður, hádegisverður og
síðdegishressing á laugardegi. Nú er um að gera að taka þessa helgi frá og fjölmenn með saumadótið og góða skapið.

Hægt er að skrá sig hjá Helgu með því að smella hér.

10.03.2009 18:12

Nauðstaddir í Ástralíu


Saumum blokkir og sendum þeim sem eiga um sárt að binda vegna eldanna í Ástralíu.

Sjá frekar  HÉR.

03.02.2009 22:20

Óvissu verkefni 2009


Sælar stelpur

Þá er komið að þessu árlega óvissu verkefni .

 Það  sem  þarf  er ......

1,1/2" lengjur  af þremur litum sem tóna vel saman

12,1/2" x 10,1/2" bút af öðru efni og vatt jafn stórt.

2,1/2" x 36" af ská skornu efni sem tónar við eitthvað  af þessum efnum.

Komið þið svo með búta því að við ætlum  að gera litla mynd sem er ekki stærri en 5"x5".

Straulím u.þ.b. 10x40cm eða flíselín ef  þið viljið frekar applíkera myndina.

Blýant ,  lófafylli af tróði , 1 litla smellu og  2 tölur sem passa við efnin.

Svo bara þetta venjulega saumavél , og allt sem fylgir henni. Einnig þarf að koma með fullt af góðu skapi og þolinmæði.

 

Hlökkum til að sjá ykkur.

Kveðja Sóley og Lára

 

 

07.01.2009 22:45

Gleðilegt bútasaumsár

Fyrsti saumadagur ársins verður í Guðmundarbúð á laugardaginn 10. jan. kl. 10 - 17.

Ágústa ætlar að vera með örnámskeið í gerð ástarhnútsins. Þær sem eiga muni með því munstri mættu gjarnan kippa þeim með sér, svona til sýnis fyrir þær sem ekki þekkja munstrið.

Í hádeginu á laugardaginn verðum við með örfund og ræðum meðal annars saumahelgi að Núpi.....

Sjáumst hressar á laugardaginn

26.10.2008 20:12

Jólaverkefni 2008

Hittumst á Ísafirði í
Guðmundarbúð laugardaginn 1. nóv kl. 10 - 17
og  saumum jólatré eða hjörtu eða bara bæði.

Þú þarft að koma með efnisbúta sem þér finnst henta í þessi stykki.

Í hjörtun duga tveir bútar sem eru 6 X 8 tommur hvor. Snúrur/bönd til að hengja upp með.

Í trén eru heldur minni bútar en fer þó eftir hve marga liti þú vilt hafa í þeim. Ef tré verður einlitt þá ætti bútur 8 X 12 tommur að duga + smápjatla af brúnu í stofn.  Litlar perlur til skrauts og  snúrur/bönd til að hengja upp með.

Einnig þarftu að hafa meðferðis nauðsynleg saumaáhöld en þetta er saumað í höndum. Flíselín verður á staðnum.

Auðvitað er frjálst að taka þátt í jólaverkefninu, annars koma konur þá með sín verkefni og áhöld sem til þarf.

Aðalatriðið er að muna eftir saumagleðinni og góða skapinu.

 

                                                                   Kveðja stjórnin

27.08.2008 20:30

Námskeið


Bútasaumsnámskeið


Bútasaumsklúbburinn Pjötlurnar stendur fyrir námskeiði í bútasaum helgina 27. - 28. sept. í Guðmundarbúð. Kennarar koma frá bót.is og verður fyrkomilagið eftirfarandi:

Laugardagur kl: 10 - 13

Bogasaumsnámskeið
Gert er stykki sem er u.þ.b. 100x100 cm
Námskeiðið er frítt greitt er fyrir efni, snið og skapalón sem er kr. 8.900,-

Hádegishlé


Laugardagur kl: 14 - 16

Crazyquilt.
Gert er stykki sem gæti verið púðaborð, miða í teppi eða mynd.
Námskeiði er frítt greitt er fyrir efni og kennslugögn kr. 6.000,-

Laugardagur kl: 16

Kviltering á vél, kynntar verða aðferðir, áhöld og ýmis tækni.

Hægt er að skrá sig á bæði námskeiðin eða bara annað, hentar öllum sem kunna á saumvél.
Kynningin á vélkvilteringu er öllum opin.

Sunnudagur kl:10
Saumadagur hefst kl. 10 og saumað verður fram eftir degi. Ekkert þátttökugjald er þannan dag en ætlast er til að þátttakendur versli verkefni á staðnum. Hægt verður að velja úr allskonar pakkningum.

Kjörið fyrir byrjendur í bútasaum og lengra komna.

Frekari upplýsingar og skráning fyrir 20. sept.
Ágústa agusta@icelandicsaga.is - s. 890860
Guðrún gunna@frosti.is - s. 456-3727
Helga hej@hive.is - s. 6950121
Kristín stina@snerpa.is - s. 866- 9869


20.04.2008 20:23

Núpsbréf

Ágætu bútasaumskonur!

Mæting á Núpi  er upp úr hádegi  á föstudegi og farið heim aftur seinnipart laugardags. Gert er ráð fyrir því að þið sjáið ykkur sjálfar fyrir fari. Saumað, borðað og gist verður í Héraðsskólahúsinu, kostnaður við ferðina er kr. 7.500.-innifalið er gisting, kvöldverður á föstudegi, morgunmatur, hádegis-og miðdegishressing á laugardegi. Það þarf að koma með allt til að sofa með (sæng,kodda,rúmföt) handklæði og annað það sem tilheyrir skemmtiferðum.

Þátttökugjald greiðist við komuna og það þarf að staðgreiða (engin kort)
Ágústa Gísladóttir mun sjá um að innheimta gjaldið á föstudag.
Einnig er hægt að gr. inn á banka 1114-05-401302 kt: 040347-4539, greiðslan verður þá að vera komin inn á bankann á miðvikudeginum 23.04.08.

Við fáum góðan gest að sunnan, Sæa sem stungið hefur hetjuteppin fyrir okkur, verður gestur okkar um helgina.

Á föstudeginum verður sett saman eitt hetjuteppi, sem búið er að sauma blokkir í, Sunna og Jóhanna hafa umsjón með  því.

Ingileif verður með kennslu  á skemmtilegri blokk  á laugardagsmorguninn
Kl. 10.oo. Í blokkina eru notaðar ræmur sem geta verið frá 1?t. til 2 ½ t. á breydd.  Fínt að nota afgangsræmur.

Í ár verður pjötlupottur, þær sem vilja taka þátt koma með 6? efnispjötlur, sem settar verða í pott, síðan verður dregið um pottinn og sú sem hreppir pjötlurnar ræður hvað hún gerir við þær, engar kvaðir.

Endilega komið með verkin ykkar til að sýna okkur hinum og ekki má gleyma léttu skemmtiefni fyrir föstudagskvöldið, öllum frjálst að troða upp. Svo er bara að taka með sér nóg af verkefnum.

Skráning til 19.apríl hjá:  Ágústu  S. 893-0860 agusta@icelandicsaga.is
Kristínu Hreinsd. 866-9869, Helgu hej@hive.is

                                      Bestu kveðjur

                                          Stjórnin.

27.03.2008 12:52

Núpur

Núpur

Saumahelgin að Núpi verður 25. og 26. apríl n.k. Af óviðráðanlegum orsökum er saumahelgin viku fyrr en venjulega,

Kostnaður pr. konu er 8000-kr. og niðurgreiðir klúbburinn um 500-kr. fyrir hverja félagskonu (7500- kr. greiðist við komu).

Saumað, borðað og gist verður í Héraðsskólahúsinu. Innifalið  er gisting, kvöldverður á föstudegi, morgunmatur, hádegis- og miðdegishressing á laugadegi.

Auk saumaútbúnaðarins þarf að koma með allt til að sofa með (sæng, kodda og rúmföt), handklæði og annað það sem tilheyrir skemmtiferðum.

Skráning til 18. apríl hjá Kristínu Hreinsd s. 8669869, Ágústu s. 8930860  og hej@hive.is (Helga)

Stjórnin

24.03.2008 11:28

Suðureyri.

Saumadagur á Suðureyri í Bjarnarborg laugardaginn 5. apríl kl. 10 ? 17. Verkefni dagsins er pottaleppur, fyrir þær sem vilja taka þátt í því.

Bréf  með frekari upplýsingum, ætti að berast þessa dagana.  

Hlökkum til að sjá ykkur, Ágústa og Sigrún.

Fyrir þær sem ætla að gera pottaleppa þá er þetta það sem þarf í þá:
Hvert stykki er 8" x 8"
Miðjuefnið er ca 5" x 5", mjóa röndin er 1" og breiðari kanturinn sem er sama efni og bakið er ca 1,5".

Eftir páska sendum við ykkur aprílbréfið með upplýsingum um apríl fundinn og Núp.

28.01.2008 20:38

Pjötlu óvissa.

Þá er komið að því.

Óvissuverkefni  í ár verður á Ísafirði laugardaginn 2. febrúar í Guðmundarbúð.

Það sem þú þarft að hafa meðferðis í verkefnið:

-         4 liti sem þér finnst fara vel saman. Þú þarft u.þ.b. 5 tommur af hverjum lit í
fullri efnisbreidd. Þó er alveg hægt að nota búta, þín útsjónarsemi ??

-         Bómullarvatt u.þ.b. 12  X 12 tommur

-         Bakefni u.þ.b. svipuð stærð og á vatti

Hefðbundinn útbúnað fyrir saumadag s.s. saumavél og tilheyrandi, áhöld til skurðar, eigin verkefni, blöð, bækur, góða skapið og svo framvegis.

Núpur, stefnt að saumahelgi í vor, ræðum það á saumafundinum 2. feb.

27.09.2007 21:32

Kaffinefndir

Nú hefur verið tekinn upp sá háttur með kaffinefndir að setja allar félagskonur í einn hóp burtséð frá því hvar þær eiga lögheimili og kaffinefndir skipaðar út þessum lista.  Þannig geta ísfirskar og/eða bolvískar konur verið saman í kaffinefnd í Bolungarvík á Ísafirði eða á Suðureyri. Með þessu gengur jafnt yfir allar í klúbbnum því fjöldi félagskvenna á Ísafirði er helmingi meiri en í Bolungarvík en samt eru jafnmargir fundir á hvorum stað. Félagskonur eru það margar að þær eiga ekki aðþurfa að vera í kaffinefnd nema á tveggja til tveggja og hálfs árs fresti. Hádegiskonurnar sjá um að laga kaffi og kom því og matnum á borðið í hádeginu og ganga síða frá og vaka upp. Kaffikonurnar sjá um að laga kafi og koma því og kaffibrauðinu á borðið í kaffitímanum og ganga síðan frá á eftir og vaska upp.
Listi yfir kaffinefndir veturinn 2007 - 2008 er hér.

27.09.2007 20:29

Vetrarstarfið

Kæru bútasaumskonur !

Þá fer vetrarstarfið að byrja. Við ætlum áfram að hittast fyrsta laugardag í mánuði til skiptis í Slysavarnarhúsinu í Bolungarvík og í Guðmundarbúð á Ísafirði. Fyrsti fundur vetrarins verður á Ísafirði laugardaginn 6. október. Einnig er rágert að fara á Suðureyri 5. apríl. Starfið mun vera með sama hætti og undanfarin ár. Í upphafi fundarins laugardaginn 6. október er ætlunin að fara lauslega yfir starfið sem framundan er í vetur.

Dagskrá vetrarins er hægt að finna undir Dagskrá hér á síðunni.

Flettingar í dag: 96
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 257
Gestir í gær: 37
Samtals flettingar: 215506
Samtals gestir: 28259
Tölur uppfærðar: 27.7.2024 09:25:03