20.04.2008 20:23

Núpsbréf

Ágætu bútasaumskonur!

Mæting á Núpi  er upp úr hádegi  á föstudegi og farið heim aftur seinnipart laugardags. Gert er ráð fyrir því að þið sjáið ykkur sjálfar fyrir fari. Saumað, borðað og gist verður í Héraðsskólahúsinu, kostnaður við ferðina er kr. 7.500.-innifalið er gisting, kvöldverður á föstudegi, morgunmatur, hádegis-og miðdegishressing á laugardegi. Það þarf að koma með allt til að sofa með (sæng,kodda,rúmföt) handklæði og annað það sem tilheyrir skemmtiferðum.

Þátttökugjald greiðist við komuna og það þarf að staðgreiða (engin kort)
Ágústa Gísladóttir mun sjá um að innheimta gjaldið á föstudag.
Einnig er hægt að gr. inn á banka 1114-05-401302 kt: 040347-4539, greiðslan verður þá að vera komin inn á bankann á miðvikudeginum 23.04.08.

Við fáum góðan gest að sunnan, Sæa sem stungið hefur hetjuteppin fyrir okkur, verður gestur okkar um helgina.

Á föstudeginum verður sett saman eitt hetjuteppi, sem búið er að sauma blokkir í, Sunna og Jóhanna hafa umsjón með  því.

Ingileif verður með kennslu  á skemmtilegri blokk  á laugardagsmorguninn
Kl. 10.oo. Í blokkina eru notaðar ræmur sem geta verið frá 1?t. til 2 ½ t. á breydd.  Fínt að nota afgangsræmur.

Í ár verður pjötlupottur, þær sem vilja taka þátt koma með 6? efnispjötlur, sem settar verða í pott, síðan verður dregið um pottinn og sú sem hreppir pjötlurnar ræður hvað hún gerir við þær, engar kvaðir.

Endilega komið með verkin ykkar til að sýna okkur hinum og ekki má gleyma léttu skemmtiefni fyrir föstudagskvöldið, öllum frjálst að troða upp. Svo er bara að taka með sér nóg af verkefnum.

Skráning til 19.apríl hjá:  Ágústu  S. 893-0860 agusta@icelandicsaga.is
Kristínu Hreinsd. 866-9869, Helgu hej@hive.is

                                      Bestu kveðjur

                                          Stjórnin.

Flettingar í dag: 3863
Gestir í dag: 26
Flettingar í gær: 106
Gestir í gær: 25
Samtals flettingar: 315685
Samtals gestir: 35808
Tölur uppfærðar: 12.2.2025 22:43:43