07.04.2009 15:54

Núpur

Ágætu bútasaumskonur!

Ágætu bútasaumskonur!Núpur 2009

Mæting á Núpi  er upp úr hádegi  á föstudeginum
8. maí  og farið heim aftur seinnipart laugardags. Gert er ráð fyrir því að þið sjáið ykkur sjálfar fyrir fari. Saumað, borðað og gist verður í Héraðsskólahúsinu.  Kostnaður félagskvenna við ferðina er kr. 10.000.- innifalið er gisting, kvöldverður á föstudegi, morgunmatur, hádegis-og miðdegishressing á laugardegi. Það þarf að koma með allt til að sofa með (sæng,kodda,rúmföt) handklæði og annað það sem tilheyrir skemmtiferðum.

Þátttökugjald greiðist við komuna og það þarf að staðgreiða (engin kort)
Ágústa Gísladóttir mun sjá um að innheimta gjaldið á föstudag.
Einnig er hægt að greiða inn á banka 1114-05-401302 kt: 040347-4539, greiðslan verður þá að vera komin inn á bankann á miðvikudeginum 06.05.08.

Á föstudeginum verður sett saman  hetjuteppi, sem búið er að sauma blokkir í. Ætlunin er að setja saman í krakkateppi og því er óskað eftir að bjálkinn verði lítríkur þ.e. litaði hlutinn en hinn ljós grunnur. Hægt er að skila blokkum á Núpi. Mjög mikilvægt er að blokkirnar séu í þeirri stærð sem gefin er upp í uppskriftinni. Jóhanna og Sunna munu hafa umsjón með samsetningunni.

Í ár verður pjötlupottur, þær sem vilja taka þátt koma með 6" efnispjötlur, sem settar verða í pott, síðan verður dregið um pottinn og sú sem hreppir pjötlurnar ræður hvað hún gerir við þær, engar kvaðir.

Endilega komið með verkin ykkar til að sýna okkur hinum og ekki má gleyma léttu skemmtiefni fyrir föstudagskvöldið, öllum frjálst að troða upp. Svo er bara að taka með sér nóg af verkefnum.

·        Skráning til 1. maí hjá: 

Ágústu  S. 893-0860 agusta@icelandicsaga.is, 

Guðrún Hreinsdóttir gunna@frosti.is,

Kristínu Hreinsd. 866-9869, Helgu hej@hive.is

                                      Bestu kveðjur

                                          Stjórnin.

Flettingar í dag: 158
Gestir í dag: 54
Flettingar í gær: 292
Gestir í gær: 105
Samtals flettingar: 192462
Samtals gestir: 26246
Tölur uppfærðar: 15.6.2024 09:51:04