01.07.2009 17:21

Saumabúðir í Reykjanesi

Sæl allra pjötlur fær og nær. Hér kemur póstur sem þið hafið eflaust lengi beðið eftir.

Saumabúðir verða í Reykjanesi við  Ísafjarðardjúp dagana 25. - 27. september næstkomandi. Ferðaþjónustan í Reykjanesi býður gistingu og fæði alla helgina og kostar það kr. 15.000- í svefnpokaplássi en kr. 18.000- í uppábúnu rúmi. Innifalið er, auk gistingar, fæði frá kvöldmat á föstudegi til eftirmiðdags á sunnudegi auk  aðgangs að sundlauginni. Anna Guðný í bot.is mun koma og vera með verkefni og kostar það kr. 7000- auk efnis.

 

bot.is kemur einnig með úrval efna og áhalda úr verslun sinni líkt og síðasta haust.

Hvetjum byrjendur jafnt sem lengra koma til að kynna sér málið og/eða skrá sig fyrir 1. september.

 

Skráning  er hjá Helgu s. 4567525 / 6950211 eða  hej@hive.is og

Þórhildi 4567477 / 8990757 eða boda@simnet.is

 

Flettingar í dag: 39
Gestir í dag: 4
Flettingar í gær: 160
Gestir í gær: 26
Samtals flettingar: 200053
Samtals gestir: 26714
Tölur uppfærðar: 23.6.2024 01:33:33