17.01.2010 14:43

Óvissuverkefni 2010

Sælar stelpur !

 

Þá er komið að því.  Við verðum í Guðmundarbúð 6. febrúar nk.  Mest spennandi fundur vetrarins framundan. Óvissuverkefnið.  Nú vitum við það sem þið vitið ekki !!! J 

 

Efnisþörfin í verkefnið er:

Fallegt efni                                                        55 cm.
Lítið efni sem tónar vel við fallega efnið             15 cm.
Ljótt efni                                                          60 cm
Bómullar- eða dúkavatt                                     46 cm x 75 cm
Ljóst grunnefni (ekki of ljóst)                            10 cm 

 

Þið eigið allar box með ýmisskonar smá ræmum og bútum. Þið eigið að taka það með ykkur því það eru aðalefnin.

 

Fallegan tvinna til að stinga með (vélstunga).

 

Takið líka með ykkur töluboxið.

 

Svo þarf náttúrulega mottu, stiku, hníf, saumavél og tilheyrandi. Muniðeftir að taka með fjöltengi.  Og að sjálfsögðu verður góða skapið að vera með.

 

Takið líka aukaverkefni með til að vinna milli verkhluta í óvissuverkefninu.

 

Að vanda er ekki skylda að gera óvissuverkefnið.

 

Hittumst hressar og sem flestar í Guðmundarbúð á Ísafirði 6. febrúar nk.

                            Bestu kveðjur 

                                               Jóhanna og Guðbjörg

Flettingar í dag: 71
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 257
Gestir í gær: 37
Samtals flettingar: 215481
Samtals gestir: 28254
Tölur uppfærðar: 27.7.2024 08:18:57