10.06.2010 14:46

Fréttir

Sælar allar Pjötlur.
Á leið til okkar er spennandi heimsókn og vona ég að þið gefið ykkur tíma til að lesa bréfið hér fyrir neðan.  Við ætlum að hitta Önnu Margréti á Hótel Ísafirði n.k. mánudag  14.  júní kl. 18:00 yfir súpu. Kostnaðurinn  er kr. 1000- fyrir súpu, brauð og kaffi.  Gott ef þið gætuð póstað á mig til baka hvort þið komið á fundinn til að geta gefið upp fjöldann í súpuna.

Kveðja Helga

Sælar ágætu bútasaumskonur á Vestfjörðum

Ég er formaður afmælisnefndar Íslenska bútasaumsfélagsins sem fagnar tíu ára afmæli sínu á árinu með kynningarstarfi á bútasaumi og félaginu, veglegri afmælishátíð í Perlunni 10.-19. september og Hátíðarkvöldi með góðum mat og skemmtiatriðum í hinum klassíska og glæsilega Súlnasal Hótels Sögu þann 18. september - næst síðasta dag afmælishátíðarinnar.

 

Það væri mér sönn ánægja að fá tækifæri til að hitta Pjötlurnar og Spólurnar líka sama kvöld ef það er þeim fært - og mánudagskvöldið næsta á Hótel Ísafirði í súpu og kaffisopa líst mér stórvel á.

 

Það sem ég hef að bjóða - en ég ætla mér ekki það afrek að kenna bútasaum á fundinum! svo það sé nú alveg á hreinu:o)

  • Trunk Show - Kynning upp úr kofortinu - Stór plastskassi úr RL Magasin geymir söguteppi sem ég segi ykkur frá og fleira áhugavert dót leynist þar líka
  • Í farteskinu eru nokkrar áhugaverðar bækur og ég ræði þær og bóka- og tímaritakaup í bútasaumi - velkomið að skoða þær!
  • Ég er með mína eigin verkfæra- og nauðsynjatösku og kynni hana og dótið í henni líka - hún hefur slegið í gegn!
  • Dagskrá afmælisárs Íslenska bútasaumsfélagins hefur verið og verður í haust áhugaverð og mér er sérstök ánægja að segja ykkur allt um það
  • Saumuð sýnishorn af nýja sniðinu í Fréttabréfi Íb sem ætti að vera að berast félagsfólki núna í vikunni.
  • Kynningar- og tilboðspakki frá Íslenska bútasaumsfélaginu og styrktaraðilum okkar á afmælisárínu - Gjöf frá Íslenska bútasaumsfélaginu fyrir skráningu á FB
  • Meðferðis eru nokkar af söluvörum félagsins sem kosta
  1. Ný postulínsfingurbjörg merkt félaginu - 1000.- ákaflega vel heppnuð, björt og falleg sem við létum framleiða á Englandi - English Bone China
  2. Nýtt málmband í vinkonu- og leynivinagjafir á saumafundum - bæði cm og tommur - 500,- og flott í vasann í búðum
  3. Lukkumiðar á Afmælisteppi Íslenska bútasaumsfélagins - Emeraldar - en það er saumað af Margréti Árnadóttur í Virku og stungið af Sæunni Thorarensen hjá vélstungufyrirtækinu Við-bót, en þær stöllur gáfu alla vinnu við verkið og félagskonur Íb gáfu efnin í blokkirnar en grunnur og bak var keypt af félaginu í Virku
  4. Póstkort frá Íslandsteppasýningu félagsins 2003 - 500,- - Þau eru aðeins til í takmörkuðu upplægi og eru afar falleg og vinsæl
  5. Happdrætti þar sem vinningar hafa fræðslugildi og eru "grænir" og einnig fallegur glaðningur frá félaginu

 

Vinsamlega hafið með peninga ef þið viljið versla við mig því ég er ekki með posa EN einnig verður hægt að millifæra á félagið ef það hentar betur

Þið fáið þá vörurnar hjá mér og millifærið þá eftir á

Semsagt - svona sitt lítið af hverju 

Ég er þegar búin að halda fjölda kynninga á bútasaumi og félaginu á handverks- og prjónakaffifundum víðsvegar um stór-Reykavíkursvæðið í vetur og vor en einnig hefur félagið sjálft staðið fyrir fundum á Akureyri, Selfossi, Egilsstöðum og í Grindavík með frábærum stuðningi heimamanna en einnig var ég gestur á slútti hjá Sprettum á Fáskrúðsfirði í maí. 

Þið ráðið - ég mæti!

Bestu kveðjur - Anna Margrét Árnadóttir

formaður afmælisnefndar Íb 2010

861 4144

Flettingar í dag: 43
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 161
Gestir í gær: 30
Samtals flettingar: 165640
Samtals gestir: 21306
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 08:50:28