22.08.2011 18:47

Fréttir

                     15. ágúst 2011

Kæru bútasaumskonur.                                                                                             

Fyrsti fundur vetrarins verður í Grunnskólanum í Súðavík 3. september 2011.

 

Starfið mun verða með svipuðum hætti og undanfarin ár, með smá breytingum þar sem við erum með nýtt húsnæði á Ísafirði, Kiwanishúsið Sigurðarbúð, einnig byrjum við starfið mánuði fyrr. Á vinnufundum á matarnefndin að sjá um að opna húsið og kaffinefndin að ganga frá og loka húsinu. Hver kona á að ganga frá við sitt borð. Í upphafi fundarins laugardaginn 3. september er ætlunin að fara lauslega yfir starfið sem framundan er í vetur. Eins og þið vitið þá stendur yfir skráning í saumabúðir í Reykjanesi 30. september - 2. október 2011 og vonumst við til að sem flestar láti sjá sig þar í brjáluðu saumaskapi. J.

Félagsgjaldið er kr. 3000 og verða sendir út greiðsluseðlar vegna félagsgjaldanna.  Þeir munu falla úr gildi þann 17. október 2011 og þarf því að vera búið að greiða fyrir þann tíma. Hafi það ekki verið gert verður litið svo á að viðkomandi hafi sagt sig úr klúbbnum. Aðalfundur félagsins verður laugardaginn 7. janúar 2012.

Vinnufundir í vetur verða frá kl. 10:00 til 17:00

 


Flettingar í dag: 44
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 257
Gestir í gær: 37
Samtals flettingar: 215454
Samtals gestir: 28253
Tölur uppfærðar: 27.7.2024 05:09:42